9 Júlí 2020 15:42

Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. 95. gr. sml. Var það gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg síðari hluta júnímánaðar.

Rannsókninni miðar vel áfram en ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.