28 Júlí 2011 12:00

Karl um fertugt var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann unir niðurstöðunni. Maðurinn var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni fyrir hálfum mánuði en þangað var lögreglan kölluð vegna líkamsárásar. Sá sem fyrir henni varð, karl á fimmtugsaldri, hlaut lífshættulega áverka og lést af þeirra völdum fyrr í vikunni.