1 Apríl 2019 16:24

Um þrjúleytið í dag hafði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af manni í austurborginni vegna veikinda, en óttast var að maðurinn kynni að fara sér að voða. Viðkomandi var ósamvinnufús á vettvangi, en vel gekk að tryggja öryggi hans. Maðurinn var síðan færður á sjúkrastofnun til frekari aðhlynningar. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.