24 Júlí 2006 12:00

Áhersluverkefni um notkun öryggisbelta.

Lögregluliðin á suðvesturlandi  stóðu í liðinni viku, dagana 19. og 20. júlí, fyrir áhersluverkefni, er varðaði notkun öryggisbelta í bifreiðum.  Mikill fjöldi ökutækja var stöðvaður og ástand kannað.  Sem betur fer virðist þorri ökumanna nota öryggisbelti við akstur, en þó ber á að í innanbæjarakstri séu beltin síður notuð, en þegar ekið er á þjóðvegum.

Þessa tvo daga, 19. og 20. júlí voru alls 47 ökumenn kærðir vegna þess að þeir notuðu ekki öryggisbelti við aksturinn.

Lögregluliðin á suðvestulandi munu áfram vinna að eftirliti með notkun á öryggisbeltum og einnig á öryggisbúnaði barna í bifreiðum.