1 Mars 2012 12:00

Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni og þá eru ökumenn hvattir sérstaklega til að hreinsa hrím og/eða snjó af bílrúðum og ljósum þegar svo ber undir. Sé það ekki gert setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni.