6 Júlí 2018 13:54

Þótt veðurspáin fyrir þessa helgi sé ekkert til að hrópa húrra fyrir að þá er viðbúið að margir verði á faraldsfæti. Í byrjun júlí, þegar landsmenn eru almennt komnir í sumarfrí, má alltaf búast við töluverðri umferð á vegunum og því vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna alla vegfarendur á að fara varlega og sýna þolinmæði og tillitssemi. Ökumenn eru sérstaklega minntir á að virða leyfðan hámarkshraða og sýna sérstaka varúð ef um framúrakstur er að ræða. Þá eru ökumenn, sem eru með hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi eða kerrur í eftirdragi, hvattir til að yfirfara búnaðinn áður en lagt er af stað og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Þetta á t.d. við um ljósabúnað, spegla og tengibúnað.