23 Ágúst 2019 09:11

Þá er skólastarfið hafið á nýjan leik eftir sumarleyfi og örugglega margir spenntir að setjast aftur á skólabekk og hitta vinina. Þessi mynd var tekin við Fellaskóla í morgun og ekki var annað að sjá en nemendurnir væru fullir tilhlökkunar og þeir létu smávegis rigningu ekkert slá sig út af laginu. Við minnum ökumenn á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, m.a. nýir vegfarendur sem eru að hefja skólagöngu.