13 Október 2010 12:00

Athygli lögreglu var í vikunni vakin á þættinum „Auddi og Sveppi“ sem sendur var út á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld, en þar ók þáttastjórnandi bifreið til austurs Bankastræti og Laugaveg á móti umferð auk þess að aka ítrekað upp á gangstétt. 

Lögregla bendir á þá slysahættu sem í umferðinni er og harmar svo ábyrgðarlaust atferli sem þáttastjórnandinn þarna sýndi.

Viðkomandi mætti samkvæmt boðun til skýrslutöku hjá lögreglu í dag vegna málsins. Hann játaði brot sitt og má búast við að þurfa að sæta sektum vegna þessa.