24 September 2014 12:00

Að stjórna ökutæki krefst mikillar athygli og því er eins gott að ökumenn séu vel upplagðir þegar þeir setjast undir stýri. Þetta er rifjað upp hér því á fjölförnum gatnamótum í borginni steinsofnaði ökumaður á háannatíma í morgunumferðinni. Ekki hlaust slys af, en ökumaðurinn sofnaði á meðan hann beið eftir grænu ljósi. Þeir sem á eftir komu töldu vafalaust að bíll viðkomandi væri bilaður því ekki hreyfðist hann úr stað þegar kviknaði á græna ljósinu. Einhverjir flautuðu, en flestir skiptu um akrein til að komast leiðar sinnar. Þó voru tveir ökumenn sem námu staðar og fóru út úr bílum sínum til kanna hvort eitthvað amaði að. Bankað var á glugga hins kyrrstæða bíls á gatnamótunum og kallað á ökumanninn, sem virtist rænulaus. Hann vaknaði loks og ók rakleitt af stað, en þá logaði aftur grænt ljós fyrir akstursstefnu hans. Ekki er annað vitað, en hinn þreytti ökumaður hafi komist heill á áfangastað, en því miður er þetta atvik ekki einsdæmi.