2 Október 2007 12:00

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för sex annarra ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi. Yngstur þeirra er 14 ára piltur sem var tekinn við akstur í nótt en stráksi hafði tekið bíl afa síns traustataki og brugðið sér á rúntinn.