1 Febrúar 2008 12:00
Þrír ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Fyrst var karl um fimmtugt stöðvaður fyrir þessar sakir á Vesturlandsvegi en viðkomandi reyndist jafnframt eftirlýstur vegna afplánunar vararefsingar. Karl á þrítugsaldri var tekinn við akstur á Laugavegi en sá var sömuleiðis í annarlegu ástandi og þá var piltur um tvítugt stöðvaður á Bústaðavegi en hann var líka undir áhrifum fíkniefna.
Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur en þar var um að ræða karl á sextugsaldri en sá var stöðvaður í Garðabæ í gærmorgun.