17 Febrúar 2010 12:00

Fimm ökumenn voru teknir í Reykjavík í gær og nótt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þetta voru tveir piltar um tvítugt og karl á sextugsaldri og tvær konur á þrítugsaldri en önnur þeirra lenti í umferðaróhappi. Sú var með barn sitt í bílnum en meiðsli beggja voru minniháttar, eftir því að best er vitað. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur í gær en um var ræða fertuga konu sem var stöðvuð í Kópavogi.