23 September 2019 14:17

Mál málanna þessi dægrin eru samgöngumálin og hvernig flýta megi nauðsynlegum framkvæmdum, en víða er í óefni komið og flestir höfuðborgarbúar ættu nú að þekkja það vandræðaástand sem oft skapast á morgnana og síðdegis virka daga. Sitt sýnist hverjum um hvernig eða hverjir eigi að borga brúsann og skal ekki nánar farið út i þá sálma hér. Hitt, og þessu tengt, er áhugavert að lesa, en það hversu mikið umferðin hefur aukist á undanförnum árum. Um það má m.a. lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar, en í nýjum pistli á síðunni er fjallað um hvernig álag á vegi landsins hefur margfaldast. Þar vegur hlutur ferðamanna drjúgt, en talið er þeir hafi ekið 660 milljónir kílómetra á bílaleigubílum í fyrra og er það rúmlega fimmtungur af öllum einkaakstri hér á landi. Tölurnar koma fram í nýrri rannsókn fyrirtækisins Rannsókn & ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Vegagerðin