29 Júlí 2015 17:22

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu gerði nýlega könnun, í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum, um öryggisbeltanotkun farþega í hópbifreiðum. Í ljós kom að í viðkomandi tilvikum fylgdu allir gildandi reglum um notkun öryggisbelta. Verður þetta að teljast mjög ánægjuleg niðurstaða.
Gott er að taka fram að skylda er fyrir alla aldurshópa að nota bílbelti í hópferðabifreiðum, séu þau til staðar. Farþegar, eldri en 15 ára, bera sjálfir ábyrgð á því að nota öryggisbelti í bifreiðum, sem hafa slíkan búnað en ökumaðurinn ber ábyrgð á þeim sem yngri eru. Bifreiðarnar voru stöðvaðar á meginleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Rætt var bæði við ökumenn og farþega.