26 Febrúar 2017 14:30

Snjókoman í nótt var 51 cm af snjó sem er met í Reykjavík. Gönguleiðir og vegir eru ill færir. Búið er að ryðja stofnbrautir og stoðbrautir ágætlega en mikið vantar upp á almennar götur og göngustíga. Strætó er farinn að ganga. Á meðan við gleðjumst yfir því að það skuli vera sunnudagur í dag, þá er rétt að benda fólki á að vera sem minnst á ferðinni. Njóta þess frekar að vera úti í sínu nær umhverfi. Gangandi vegfarendur eru á vegum, jafnvel á Miklubrautinni þannig að ökumenn þurfa að sýna mikla aðgát.

Þó að sumir séu á vel útbúnum bílum þá geta þeir samt lent í vandræðum þar sem aðrir bílar sitja fastir. Þá er rétt að hafa í huga að mjög lítið er laust af góðum bílastæðum í borginni núna ef þið komist á leiðarenda. Notkun vélsleða innan borgarmarka er líka bönnuð.

Gefum þeim sem eru á fullu við að vinna við að koma samgöngum í lag svigrúm til að athafna sig. Takmörkum því ferðir okkar og skoðum að nota strætó ef vð verðum að ferðast.