2 Október 2003 12:00

Hlutverk lögreglu í athöfninni var heiðursvörður framan við Alþingishúsið auk heiðursstöðu við Alþingi og Dómkirkju. Lögreglan sinnti öryggisgæslu í samræmi við skipulagða dagskrá. Lögreglan í Reykjavík leitaði eftir samvinnu við Lögregluskóla ríkisins um ákveðna verkþætti og tóku nemendur á lokaönn skólans þátt í verkefninu ásamt kennurum skólans. Þetta er í þriðja sinn sem slík samvinna hefur verið með þessum stofnunum.

Tveir hópar borgara höfðu tilkynnt lögreglu um mótmælastöðu við Austurvöll og fór það friðsamlega fram. Talið er að um 100 mótmælendur hafi verið á Austurvelli þegar flest var.