8 Mars 2024 16:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð í síðustu viku ásamt lögreglunni í Dusseldorf, ríkislögreglunni í Nordrhrein-Westfalen og hollensku lögreglunni. Tilgangurinn var að taka niður fíkniefnamarkað sem kallaður var crimemarket.is og komu fjórir, þýskir lögreglumenn til landsins vegna þessarar aðgerðar. Hún tókst mjög vel, en við aðgerðina var enn fremur notið aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá. Skráðir notendur á þessum vef voru um 180 þúsund, þar af 30 þúsund notendur mjög virkir. Crimemarket.is er nú í umsjá þýsku lögreglunnar. Vefurinn er enn opinn, en það er gert til að safna frekari sönnunargögnum.