30 Apríl 2024 11:12
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum ásamt lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunum og Portúgal og Europol. Vegna þessa komu starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar til Íslands, en tekin var niður vefsíða, sem var hýst hérlendis, í þágu rannsóknar á svikastarfsemi með rafmynt og peningaþvætti. Aðgerðin gekk vel, en við hana naut lögreglan enn fremur aðstoðar þriggja í íslenskra fyrirtækja. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá.
Enginn var handtekinn í aðgerðunum á Íslandi, en einn í Bandaríkjunum og annar í Portúgal. Lesa má nánar um málið á heimasíðu bandarískra yfirvalda: Southern District of New York | Founders And CEO Of Cryptocurrency Mixing Service Arrested And Charged With Money Laundering And Unlicensed Money Transmitting Offenses | United States Department of Justice