8 Febrúar 2007 12:00

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú einn anga af alþjóðlegum barnaklámhring, sem hefur verið upprættur, en hann teygði anga sína til Íslands. Rannsóknin hér á landi hófst fyrir áramót og stendur enn. Upplýsingar um málið bárust íslenskum lögregluyfirvöldum frá Interpol í október sl. Í framhaldinu hefur lögreglan lagt hald á tölvugögn sem nú eru til rannsóknar. Yfirheyrslur hafa farið fram.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.