5 Mars 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl á fertugsaldri á lögmannsstofu í austurborginni í morgun en tilkynning um líkamsárás barst þaðan rétt fyrir klukkan tíu. Árásarmaðurinn veitti þar tveimur starfsmönnum áverka með eggvopni en hinir slösuðu voru fluttir á Landspítalann. Annar þeirra, karl um sextugt, er alvarlega slasaður. Sá sem slasaðist minna, karl á fimmtugsaldri, náði að yfirbuga árásarmanninn áður en lögreglan kom á vettvang. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu, eins og áður sagði, og verður hann yfirheyrður í dag.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.