28 Maí 2020 16:15

Sautján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 25. júní, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mjög alvarlegri líkamsárás í Breiðholti í síðasta mánuði. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun.

Rannsókn málsins miðar vel.