13 Júní 2021 12:08
Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um alvarlega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur. Er lögreglan kom á vettvang kom í ljós að maður hafði verið stunginn með hníf í kviðinn. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi með sjúkrabíl. Áverkar mannsins eru alvarlegir. Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild. Lögreglan hefur handtók einn mann í tengslum við rannsókn málsins á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan rannsakar einnig hugsanleg tengsl málsins við bílbruna í nótt. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í tölvupóst á netfangið abending@lrh.is