24 Júní 2023 16:36

Karlmaður á  þrítugsaldri er í haldi Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt. Tilkynning um málið barst lögreglu um fjögurleytið og hélt hún þegar á vettvang, en sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild. Brotaþoli er einnig karlmaður á þrítugsaldri, en ástand hans er mjög alvarlegt. Meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá vettvangi, en krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum síðar í dag.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt veita frekar upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglan mun senda frá sér frekari upplýsingar um málið eftir því sem rannsókn þess vindur fram.