15 Nóvember 2010 12:00

Karl um sextugt liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að á hann var ráðist á heimili hans í Þingholtunum síðdegis í gær en maðurinn er með alvarlega höfuðáverka. Árásarmaðurinn, karl á fertugsaldri, var handtekinn nokkru síðar í húsi annars staðar í borginni ásamt konu á þrítugsaldri. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim báðum. Árásarmaðurinn, sem játaði sök við yfirheyrslu hjá lögreglu í gærkvöld, og árásarþolinn eru tengdir fjölskylduböndum.