17 Janúar 2020 22:35

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en vinna á vettvangi stendur enn yfir.

Þeir sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild, en engar frekari upplýsingar um málið er hægt að veita að svo stöddu.