3 September 2010 12:00

Í nótt kl. 01:03 barst lögreglu tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Virðist sem bifreið hafi verið ekið til suðurs Hafnarfjarðarveg  og ökumaður misst stjórn á henni við Nýbýlaveg. Bifreiðin lenti á brúarhandriði og valt svo yfir það og niður á Nýbýlaveg.

Fimm voru í bifreiðinni og voru þau öll flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Ekki er vitað með líðan þeirra.

Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Rannsóknin lýtur m.a. að því hvort ofsaakstur ökumanns hafi valdið slysinu.