5 Ágúst 2019 14:45
Þrír slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla, móts við Fjárborgir, í hádeginu í dag. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 12:44, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.
 
Þrír voru fluttir á Landspítalann, einn með alvarlega áverka en tveir með minni áverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar slysið og ekkert er hægt að gefa út um ástæður þess að svo stöddu.