10 Maí 2022 12:49

Uppfært kl. 14:00

 

Búið er að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum en búast má við einhverjum töfum þegar ökutækið verður híft á pall.

Eldra:

Nú er verið að flytja ökumann fólksbifreiðar sem lenti út af þjóðvegi 1 skammt vestan Efra Bakkakots undir Eyjafjöllum.   Slysið var tilkynnt kl. 11:08 í morgun og viðbragðsaðilar þá strax kallaðir til, annarsvegar frá Vík og hins vegar úr vestri.   Þyrla reyndist ekki tiltæk í flutninginn.

Rannsóknarlögreglumenn og rannsóknarnefnd samgönguslysa eru nú við vinnu á vettvangi.   Vegurinn er lokaður en hjáleið um Raufarfellsveg.