16 Júní 2022 17:04

Uppfært kl. 22:30

Búið er að opna Suðurlandsveg vestan Kúðafljóts og er vinnu við rannsókn á vettvangi lokið.  Ökumaður fólksbifreiðar, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, sem lenti í árekstri við sendibifreið sem kom úr gagnstæðri átt var úrskurðaður látinn á vettvangi.  Eiginkona hans var flutt, alvarlega slösuð, með sjúkrabifreið til móts við þyrlu Landhelgisgæslu og síðan áfram á sjúkrahús í Reykjavík.  Meiðsli ökumanns sendibifreiðarinnar, sem var einn í bíl,  reyndust minniháttar og var hann aðstoðaður við að komast til síns heima eftir að hafa fengið aðhlynningu heilbrigðisstarfsmanna á vettvangi.

Tildrög slyssins eru í rannsókn skv. venju og verða ekki gefnar upplýsingar um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en að henni lokinni.

Fyrsta frétt kl. 17:04

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Þjóðvegi 1, vestan Kúðafljóts um kl. 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.    Þyrla LHG er á leið á vettvang til flutnings á slösuðum og mun taka við af sjúkrabíl sem lagður er stað til móts við þyrluna.

Vegurinn er lokaður en hjáleið opin um Hrífunes. Ljóst er að rannsókn mun taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.