13 Júlí 2023 11:16

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú að ljúka störfum á vettvangi alvarlegs umferðarslyss á Þrengslavegi.   Veginum var lokað um tíma en hefur nú verið opnaður að nýju en þó þannig að umferð um hann er stýrt af lögreglu og má búast við einhverjum töfum vegna þeirrar vinnu sem er í gangi.  Tilkynning um slysið barst kl. 08:38 í morgun.    Um er að ræða bílveltu og var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð.  Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík.  Lögregla ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn málsins.