13 September 2023 13:55
Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. Viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi, en lokað er fyrir umferð við slysstaðinn og í næsta nágrenni hans.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.