20 Febrúar 2013 12:00

Tveir Íslendingar, annar á þrítugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn, en mennirnir eru grunaðir um aðild að innflutningi á 5,5 kg af amfetamíni til Íslands. Lagt var hald á fíkniefnin ytra í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna í Kaupmannahöfn, sem fer með forræði málsins.Þess má geta að nú sitja ellefu Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku í tengslum við þrjú mál, sem áðurnefnd lögregluembætti hafa samvinnu um að rannsaka.