26 Janúar 2022 18:32
Lögreglan telur að karlmaðurinn sem fannst látinn í sjónum nærri Sólfarinu í dag hafi áður verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey í morgun. Um tildrög þess að maðurinn féll útbyrðis er ekki vitað og er það til rannsóknar. Talið er að hann hafi verið einn á ferð.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.