Áramótabrennur 2014
30 Desember 2014 22:15

22555

Á gamlárskvöld verða fjölmargar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu, en full ástæða er til að minna á að við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys. Mikilvægt er líka að sýna aðgát þegar farið er á áramótabrennu, en búast má við töluverðri umferð víða í nágrenni við þær og mikið af börnum verður á ferðinni. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega og því nauðsynlegt að gefa sér nægan tíma til að finna bílastæði þegar farið er á áramótabrennu. Að síðustu hvetur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alla til að nota þar til gerð öryggis- og hlífðargleraugu á gamlárskvöld.

Á meðfylgjandi korti, sem birt er með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins, má sjá áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu.