4 Janúar 2007 12:00

Þremenningarnir, sem leitað var vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt, gáfu sig fram hjá lögreglunni í gærkvöld. Þeir hafa viðurkennt hlut sinn í málinu. Árásarmennirnir eru allir undir tvítugu. Þeir hafa lítillega komið við sögu áður hjá lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill þakka góð viðbrögð við myndbirtingu af árásarmönnunum. Ljóst er að upptaka úr öryggismyndavél vó þungt við rannsókn málsins.