5 Janúar 2011 12:00

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan, tveggja bíla árekstur á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs í Reykjavík í gærkvöld. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg og þykir mildi að ekki fór verr. Við áreksturinn fór annar bíllinn á hliðina en bæði ökutækin eru mikið skemmd.