3 Janúar 2018 16:45
Talsvert er um að lögreglu berist tilkynningar um árekstur og afstungu, þ.e. tjónvaldur stingur af í kjölfar umferðaróhapps og sá sem fyrir því varð situr eftir með sárt ennið. Ein slík tilkynning barst okkur í dag, en í málinu var ekið utan í kyrrstæðan bíl á bifreiðastæði í Hallarmúla í Reykjavík, neðan við Múlakaffi, á tímabilinu frá kl. 9-14 í gær, þriðjudaginn 2. janúar. Þar var ekið utan í svartan Hyundai og ljóst að tjónið er nokkuð fyrir eiganda bílsins. Við skorum á tjónvaldinn að gefa sig fram, en geti aðrir varpað ljósi á málið má koma upplýsingum á framfæri í gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með tölvupósti á netfangið gunnar.runar@lrh.is eða í síma 444 1000.
Við skorum jafnframt á tjónvalda, sem haga sér svona, að hugsa til ökumanna sem fyrir þessu verða og sitja uppi með reikninginn vegna óheiðarleika þeirra!