5 Febrúar 2024 09:54

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær, sunnudaginn 4. febrúar. Tilkynning um málið barst kl. 15.08, en ágreiningur er um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru vitni að honum beðin um að gefa sig fram. Þarna varð tveggja bíla árekstur, en í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið norður Sæbraut en hinn vestur Holtaveg þegar árekstur varð með þeim.

Þau sem geta gefið upplýsingar um áreksturinn eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudrun.jack@lrh.is