27 Júlí 2015 14:04

Verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 voru ærin og mikið reyndi á starfsmenn embættisins. Flest teljast hefðbundin, en það er veruleiki lögreglumanna að rannsaka líkamsárásir, nauðganir og manndráp svo nokkur dæmi séu nefnd. Þess konar mál komu öll á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem setur rannsóknir alvarlegustu málanna í forgang. Vanda þarf til verka og áhersla er lögð á gæði og skilvirkni við rannsóknir mála, sem er eitt af lykilatriðum í starfsemi embættisins.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða ársskýrsluna, en þess skal getið að tölfræði embættisins fyrir árið 2014 verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.