15 Maí 2007 12:00

Átján ára piltur var handtekinn í ónefndri verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hefur hann ekki verið neinn aufúsugestur undanfarna daga. Pilturinn tók hluti úr búðinni ófrjálsri hendi á föstudag en tókst ekki að koma þeim undan. Aðfaranætur laugardags og sunnudags var brotist inn í verslunina en eigendur hennar söknuðu m.a. svokallaðs stinningartækis fyrir karlmenn. Öryggismyndavél er á staðnum og leikur lítill vafi á því að pilturinn var að verki í bæði skiptin. Hann kom svo aftur í búðina í gær og var þá handtekinn eins og fyrr segir. Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á þessu hátterni piltsins.