16 September 2011 12:00

Ástand bifhjóla virðist misgott ef marka má niðurstöður skyndiskoðunar sem lögreglan, í samvinnu við Umferðarstofu og skoðunarstöðvar, stóð fyrir í vikunni. Rúmlega helmingur hjólanna, sem var tekin til skoðunar, reyndist í lagi en hin ekki. Aðfinnslur sneru einkum að pústkerfi hjólanna og ófullnægjandi skráningarmerkjum. Einnig voru gerðar athugasemdir ef vantaði spegla og stefnuljós, svo dæmi séu tekin.