13 Desember 2002 12:00

Undanfarna daga hafa umferðardeildir Ríkislögreglustjórans og Lögreglunnar í Reykjavík ásamt Vegagerðinni kannað sérstaklega ástand flutningabíla í umdæmi Lögreglustjórans í Reykjavík.

Kannað var með ástand olíuflutningabíla, réttindi ökumanna þeirra auk þess sem kannað var með öxulþunga ökutækjanna. Lögreglan er ánægð með útkomuna því í nær öllum tilvikum var ástand ökutækjanna gott, öll tilskilin fylgisköl til staðar og tilskilin búnaður. Ein kæra var gerð vegna of mikils öxulþunga.

Auk þessa var haft uppi eftirlit með hraða á götum í íbúahverfum í höfuðborginni. Almennt var hraði ökutækja ásættanlegur en þó voru til að kæra 53 ökumenn fyrir hraðakstur.