14 Desember 2002 12:00
Lögreglumenn í Reykjavík héldu áfram í nótt að kanna með ástand ökumanna. Frá miðnætti til 01:30 voru rúmlega 600 ökumenn sem leið áttu um Bústaðaveg stöðvaðir og kannað var með ástand þeirra og ökutækjanna. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur, tveir voru réttindalausir og einhver tugur hafði ökuskirteini sitt ekki meðferðis auk annarra minniháttar brota.
Áberandi var hvað ökumenn tóku ábendingum lögreglu vel enda eingöngu smávægilegar tafir sem urðu á leið þeirra. Lögreglan er ánægð með að svo virðist sem umtalsverð fækkun sé á ölvunarakstri fyrstu daga jólamánaðar í ár og skorar lögreglan á ökumenn að hafa það viðhorf að leiðarljósi áfram að neysla áfengis og akstur fara aldrei saman.