28 Nóvember 2003 12:00
Undanfarna tvo mánuði hefur lögreglan í Reykjavík verið með hverfatengdar aðgerðir í umferðarmálum sem gengið hafa ágætlega. Aðgerðirnar hafa verið byggðar á ábendingum sem borgarar hafa komið á framfæri við lögreglu um atriði í umferðinni sem betur mætti fara og eins athugasemdum frá lögreglumönnum um þörf á aðgerðum.
Lögreglan í Reykjavík vill vekja athygli á því að á næstu vikum má búast við átaki á vegum embættisins sem beint er gegn ölvunarakstri. Ökumenn eru því hvattir til að virða reglur um að aka ekki eftir að neyslu áfengis. Reynt verður að hafa aðgerðir með þeim hætti að þær valdi sem minnstum töfum á umferð. Sambærilegt átak lögreglu gegn ölvunarakstri í fyrra skilaði umtalsverðum árangri, 13% færri ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur árið 2002 en árið þar á undan.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Til ökumanna
Lögreglan í Reykjavík vill minna ökumenn á að ölvun og akstur á ekki saman. Hver sem hefur bragðað áfengi skal ekki aka bifreið.
Árið 2002 voru 822 ökumenn stöðvaðir af lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur. Þetta er töluverð fækkun frá síðasta ári sem má vonandi rekja til aukins skilnings ökumanna á því að ölvunarakstur borgar sig ekki og sé ekki hættunnar virði.
Í umferðarlögum nr. 50/1987 segir að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki sé hann undir áhrifum áfengis. Í reglugerð með umferðarlögum er nánar kveðið á um sektir og refsingar vegna umferðarlagabrota. Meðfylgjandi eru nokkur dæmi um hugsanlegar refsingar vegna ölvunaraksturs.
Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.
Vínandamagn í blóði
Sektir
Svipting
0.50 – 0.60
50.000
2 mán
0.61 – 0.75
50.000
4 mán
0.76 – 0.90
60.000
6 mán
0.91 – 1.10
70.000
8 mán
1.11 – 1.19
80.000
10 mán
1.20 1,50
100.000
12 mán
Vínandamagn í lofti mg/l
Sektir
Svipting
0.250 – 0.300
50.000
2 mán
0.301 – 0.375
50.000
4 mán
0.376 – 0.450
60.000
6 mán
0.451 – 0.550
70.000
8 mán
0.551 – 0.599
80.000
10 mán
0.600 0,750
100.000
12 mán
(Ath.: Svipting lágmark 12 mánuðir neiti ökumaður að gefa öndunarsýni)
Njótið aðventunnar – Forðist ölvunarakstur
EFTIR EINN EI AKI NEINN