28 Október 2008 12:00

Eins og áður segir var ástand þessara mála almennt mjög gott en m.a. var fylgst með börnum og unglingum í Hafnarfirði, Kópavogi og í nokkrum hverfum borgarinnar, þ.á.m. í Breiðholti, Hlíðunum og miðborginni. Nokkrir krakkar, sem höfðu brotið gegn lögum um útivistartíma, voru færðir í athvarf en það skal tekið sérstaklega fram að enginn þeirra var undir áhrifum vímuefna. Þaðan var hringt í foreldra eða forrráðamenn þeirra og þeim gert að sækja krakkana. Auk lögreglu eru það ýmsir aðilar frá sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni, t.d. íþrótta- og tómstundaráð, félagsþjónustan og þjónustumiðstöðvar.