8 Mars 2011 12:00

Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Þrjár þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í einni þeirri skarst karl á þrítugsaldri illa í andliti en sá lenti í átökum við mann á svipuðum aldri á skemmtistað aðfaranótt laugardags.