27 Október 2009 12:00

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og Garðabæ og einn í Kópavogi. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 19-36 ára og ein kona, 18 ára. Einn til viðbótar var tekinn í nótt en um var að ræða karl á fimmtugsaldri en sá var stöðvaður í Kópavogi.