23 Febrúar 2010 12:00

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, sex á laugardag og einn aðfaranótt sunnudags. Sex voru teknir á ýmsum stöðum í Reykjavík og tveir í Kópavogi. Þetta voru sex karlar á aldrinum 19-42 ára og tvær konur, 21 og 27 ára.