21 September 2010 12:00

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina en þeir voru stöðvaðir á ýmsum stöðum í borginni. Einn var tekinn á föstudagskvöld, þrír á laugardag og fjórir á sunnudag. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 16-33 ára og ein kona á sextugsaldri. Tveir karlanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en annar þeirra reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Yngsti ökumaðurinn í þessum vafasama hópi hefur svo augljóslega aldrei öðlast ökuréttindi.