2 Júlí 2016 21:00

Síðdegis í dag lést karlmaður á áttræðisaldri í Hraunbænum er vörubifreið sem hann var að gera við, rann á hann. Málsatvik liggja að öðru leyti ekki fyrir og eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atvikinu og eru þau vinsamlegast beðin um að setja sig í samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið stella.mjoll@lrh.is